föstudagur, janúar 19, 2007

Jæja, þá er ég gengin kapítalismanum á hönd og búin að færa mig yfir á moggabloggið. Að fjölga röddum kvenna er markmiðið... Sjáumst vonandi þar. Slóðin er hugsadu.blog.is.

12 ummæli:

Eyja sagði...

Æi, af hverju þurftirðu að gera það? Hvaða bjánar eru það sem lesa bara blogg ef þau eru á blog.is?

katrín anna sagði...

Úff já. Believe me. Þetta var sálarstríð... og kapítalisminn vann. Fæ samanburð bráðum á hversu margir lesa það blog.is umfram blogspot.com!

Er annars að uppfæra síðuna mína núna og bæta inn öllum tenglum.

Eyja sagði...

Ef eitthvað er þá les ég síður það sem er á blog.is. Held ég lesi bara eitt eða tvö blogg þar. Mér finnst uppsetningin þar leiðinleg og svo er óþolandi erfitt að setja inn athugasemdir fyrir fólk sem ekki er skráð þar (sem ég hef ekki hug á).

katrín anna sagði...

Já ég veit... Ég á smá erfitt með moggabloggið þar sem það er sérsniðið í kringum einn fjölmiðil, hægt að linka á fréttir moggans en ekki hinna + að vinsælu bloggin, völdu bloggin og allt það eru í yfirgnæfandi meirihluta karlmenn. Með öðrum orðum þá er Mogginn kominn inn í bloggheiminn, heim almúgans (ef svo má að orði komast) og stýrir því hver fær mesta hlustun. Óþolandi... en að sama skapi kom upp spurningin hvort við ættum bara að eftirláta körlunum þetta svæði eða taka slaginn. Ég ákvað að taka slaginn og láta á það reyna hvað gerist hjá Mogganum. Þar eru mun meiri möguleikar á að fá meiri lesningu og þar með að þetta sjónarmið sé inni í umræðunni.

Varðandi athugasemdirnar þá er ég alveg sammála. Var í sama stappi áður en ég færði mig yfir. Ég er þess vegna með kommentakerfið mitt eins og opið og hægt er. Þú þarft að skrá inn eitthvað nafn, gefur svo upp netfang 2x (hef aldrei prófað hvort hægt sé að gefa upp eitthvað bull en reikna með því) og það á að vera nóg til að athugasemdin birtist.

ErlaHlyns sagði...

Já, dapurlegar fregnir. Ég mun samt halda áfram að lesa :)

katrín anna sagði...

Það var eins gott! Ég held líka áfram að lesa hjá öllu blogspot vinkonum mínum og vinum - og er búin að setja alla tenglana inn.

Nafnlaus sagði...

Svaka bömmer að þú sést farin á moggann. Svo ég noti þitt orðalag þá er ég að boycotta moggann með öllu og ekkert sem bendir til þess að ég sé að fara breyta því á næstunni.

Ég ákvað um leið og ég boycottaði moggann (fyrir kannski 2 árum eða svo) að hætta að lesa öll bloggin þar sem ég hafði lesið fram að þeim tíma.

katrín anna sagði...

Nú er ég forvitin. Af hverju ertu að boycotta moggann?

Nafnlaus sagði...

Þér á eflaust ekki eftir að finnast það merkilegt en það hefur með íþróttadeildina þeirra að gera. Á íþróttadeildinni vinna menn sem virðast fjalla aðeins um þau lið í enska boltanum sem þeir styðja. Önnur lið fá litla umfjöllun á meðan stærðar pistlar byrtast vikulega um sömu liðin. Þegar ég spurði þá á E-maili af hverju þetta stafaði bentu þeir mér á að það væri hægt að finna mikið efni um liðið mitt á netinu. Um leið ákvað að ég skildi boycotta moggann og allt honum tengt þar til þetta myndi breytast.

Ég er ansi langt leiddur í áhuga mínum á enska boltanum :)

Reyndar ég ansi duglegur að boycotta. Ég hef ekki flett dv í örugglega 2 ár líka og næstum öll íslensk glanstímarit eru í banni. Ætli ég sé ekki að boycotta að staðaldri svona 50 hluti. Mér finnst frábært að boycotta og geri það hiklaust ef mér finnst fyritæki fara yfir einhverjar línur sem ég set þeim.

katrín anna sagði...

Ánægð að heyra að þú boycottar... myndi auðvitað aldrei boyotta moggan sjálf fyrir að vera með litla umfjöllun um einhver lið í enska boltanum. Konur standa frammi fyrir því að allir fréttafjölmiðlar sniðganga það sem konur eru að gera. Fjölmiðlar skrá samviskulega sögu karla - vissulega ekki allt sem karlar gera - en mun meira en af sögu kvenna. Hlutfall kvenna í fjölmiðlum er afar rýr og fólk lendir í klemmu með að ætla að boycotta út af því - það er ekkert betra í boði... Enginn fjölmiðill sem er með jafnt kynjahlutfall, ekki einu sinni 30/70 hlutfall...

Annars finnst mér samt alveg að þú getir gert undanþágu á boycottinu fyrir bloggara :-þ

Nafnlaus sagði...

Smá framhald :)

Þegar ég fékk þetta svar frá þeim á mogganum var mjög reiður. Ég ákvað því að gera eitthvað í hlutunum. Ég stofnaði bloggsíðu á síðasta ári tileinkaða liðinu og er hálfnaður með að búa til heimasíðu líka. Ég ákvað að búa til mótvægi við þessa spilltu fréttamiðla. Seint á síðasta ári fékk ég svo boð frá mogganum um að blogga hjá þeim þar sem þeim litist vel á síðuna mína. þeir vissu að sjálfsögðu ekkert hver ég var (ég var þó svekktur að aðilinn hafi ekki kynnt sig sem fulltrúi moggans en ég get verið 95% viss um að svo var).

Ég afþáði boðið en sagði að þeim væri frjálst að linka síðuna mína :) Ég benti viðkomandi á að ef þeir hefðu áhuga á liðinu þá væri til nóg um það á netinu (right back at yah).

Ég er reyndar búinn að boycotta íþróttasíður hjá öllum dagblöðum íslands. Það er auðvitað auðvelt fyrir mig því ég fer hvort sem er á um 15-20 erlendar síður sem covera mitt áhugamál miklu betur en nokkurt dagblað gæti nokkurntíma gert. En það er auðvitað erfiðara fyrir þig að ætla fá innlendar fréttir á erlendum síðum.

Spurning hvort þú eigir ekki að stofna fjölmiðil með öfugu kynjahlutfalli við hin blöðin ;)

En fyrst að ég er búinn að boycotta allt tengt mogganum svona lengi tími ég ekki að svindla. Jafnvel þó að það hafi aldrei verið meira freistandi en akkúrat núna.

En gangi þér vel þarna og vonandi nærðu að ná fram hugarfarsbreytingu hjá einhverjum nýjum lesendum. Ég er dæmi um að þú getur það.

katrín anna sagði...

En svona í fullri alvöru Manuel - ég er ekki með neinar moggafréttir inn á blogginu mínu - þó ég sé með linka á einstaka fréttir. Allt sem er inn á blogginu er mitt og ég borga ekkert fyrir aðganginn. Það er því fyllilega hægt að rökstyðja það að boycotta moggann en lesa bloggið :-þ