föstudagur, september 09, 2005

Einhver til í að stofna kvennabanka?

Ég er svo fúl út í Íslandsbanka, bankann MINN, að ég er að springa!!!! Sem betur fer versla ég ekki við Sjóvá svo ég þarf ekkert að spá í að skipta um tryggingafélag. En ég og Íslandsbanki eigum langa sögu saman. Hún byrjaði árið 1987 þegar ég var búin með 2 ár í Verzló. Þá langaði mig að vinna í banka og mest af öllu í Iðnaðarbankanum. Draumurinn rættist og ég fékk sumarvinnu í skráningu í aðalútibúinu við Lækjargötu. Sumarið eftir fékk ég að vera gjaldkeri - og líka sumarið þar á eftir. Þá um áramótin fæddist Íslandsbanki og ég fór út í nám. En ég kom heim á sumrin og hélt áfram að vinna hjá bankanum. Nú í alþjóðadeildinni. Þar var gott að vinna og skemmtilegt fólk. Var þar í 3 sumur - fjórða og fimmta sumarið var ég úti - kom ekki heim nema í stuttar heimsóknir aftur fyrr en náminu var lokið en þá var ég fallinn fyrir tölvugeiranum svo ég fór ekki aftur í bankann. En ég hef verið dyggur viðskiptavinur í öll þessi ár - sem nú teljast vera orðin 18 - og hef alltaf haft sterkar taugar til bankans. Fyrsta bréfið sem ég skrifaði til að kvarta yfir auglýsingu var til Íslandsbanka - vegna þess að mér var annt um að bankinn minn héldi áfram að vera bankinn minn og ég gæti haldið áfram að bera virðingu fyrir honum... sem nú er fokin út í veður og vind.

Þegar Íslandsbanki og Sjóvá bjóða gestum og gangandi á Sjávarútvegssýningunni upp á berbrjósta konu þá er fokið í flest skjól. Er þessi fokking klámvæðing að yfirtaka allt??? Ef að virðingarverð og traust fyrirtæki sjá sér leik á borði að matreiða berbrjósta ungar stelpur ofan í jakkafataklædda karla á sjávarútvegssýningu þá finnst mér það stórt merki um það bakslag sem við erum að ganga í gegnum núna. Og ég þoli ekki bakslög - vil fara áfram en ekki aftur á bak. Bankinn er orðinn eins og þessar ömurlegu bílasýningar í gamla daga með berrassaða stelpu á húddinu.

Frétti af þessum plebbaskap þeirra fljótlega eftir að ég var búin að senda greinina um "berbrjósta konur í boði Sena, FM 957 og Vífilfells" til Viðskiptablaðsins (sem er n.b. í blaðinu í dag). Var nógu "upset" út af því - bjóst ekki við að bankinn MINN yrði næstur á dagskrá.

Er að leita mér að nýjum banka - verst að ég veit ekki um neinn banka sem er með jafnréttismálin í lagi. Fokk eða shit eða eitthvað fallegt og kurteist blót...

Er einhver með skemmtilegar lausnir á málinu?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ungliðahópurinn er reiður og sendi áðan e-mail á markaðsstjórann sem er bæ ðe vei kona!

Kv.
Steinunn

Nafnlaus sagði...

Kúl - leyfið mér endilega að fylgjast með. Átti langt samtal við forstöðumann markaðssviðsins í morgun - konu (kannski sömu konu og þið senduð á?). Hún baðst afsökunar en það er einhvern veginn ekki að duga mér...

Nafnlaus sagði...

Drekka óhóflega mikið og hlusta á áfram stelpur...?
Halla

Nafnlaus sagði...

Öl er böl og ég ætla að hætta að drekka á morgun... 8-)

Nafnlaus sagði...

Ég var bara að lesa þetta hjá þér fyrst og ég er ekki alveg að fatta.

Það er tvennt sem mér fynnst alveg geðveikt sexy það eru annars vegar berbrjósta kvennmenn og hins vegar sjávarútvegur. Blandaðu þessu saman og ég fell :) Ég er bara ekki alveg að ná samhenginu á þessu. Er verið að reyna að gera sjávarútveg sexy???? og hvaða erindi eiga sjóvá og íslandsbanki á þessa sýningu???

Ég er reyndar ný kominn af véla og verkfærasýningu frá DK. Þar mátti líka sjá kvenfyrirlitningu en þeir eru greinilega mörgum árum á eftir okkur í þessum efnum.

Kv
Manuel

Nafnlaus sagði...

Málið er sem sagt það að Íslandsbanki og Sjóvá voru með sameiginlegan bás á sjávarútvegssýningunni. Sem atriði á opnunarhátíðinni voru þau með stelpu í hafmeyjulíki, berbrjósta og síðan var hún máluð með body paint fyrir framan gesti og gangandi. Þetta er svipuð markaðssetning og á bílasýningum í gamla daga þegar hálfberum stelpum var skellt upp á húddið. Þetta er ekki við hæfi banka og tryggingafélags. Þetta er kvenfyrirlitning. Þetta er bakslag í jafnréttisbaráttunni. Þetta þýðir að ég er búin að missa alla virðingu fyrir Íslandsbanka og Sjóvá.

Nafnlaus sagði...

Ég er í viðskiptum við bæði Íslandsbanka og Sjóvá *grát* og hef verið í áraraðir.
Þeir hafa einmitt verið í samstarfi og vegna þess boðið mér ódýrari tryggingar og lægri útlánsvexti. Í kaupbæti fæ ég svo að horfa á berbrjósta konur! :/

Erla Hlyns

Nafnlaus sagði...

Eins og samkeppnisaðilinn Vís myndi segja: heppin... :-|