fimmtudagur, september 22, 2005

Hæfastur af öllum

Forstjóri stórfyrirtækis hér í bæ lét út úr sér í pallborði á stórum fundi að karlar hefðu "killer instinct" en konur ekki vegna þess að karlar voru veiðimenn í gamla daga.

Sami forstjóri sagði líka að það gæti vel verið að konur segðust hafa áhuga á stjórnunarstörfum en þegar á hólminn væri komið gugnuðu þær alltaf. Sjálfur hefur hann margoft reynt að ráða konur í stjórnunarstörf, gengið á eftir þeim með grasið í skónum, spurt þær oft, spurt hvort karlarnir þeirra séu ekki samþykkir og reynt allt sem hann gat til að fá þær til að þiggja stöðurnar - en því miður. Þær flúðu bara af hólmi þrátt fyrir að hafa lýst yfir áhuga fyrirfram.

Svo er sagt að valið sé í forstjórastólana eftir hæfni!!!! hahahahahhaaaaaaaa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða stórfyrirtæki var þetta og hvaða afsakið mig " fífl" lét þessa heimsku út úr sér.
kv
Hrafnhildur

Nafnlaus sagði...

Þetta var bara eitt af fáum gullmolum sem komu upp á yfirborðið á þessum fundi. Þetta var annars flottur fundur - fyrirlesararnir (konurnar) voru góðar. Það var einn á pallborðinu sem var ágætur en annars var þetta mikið sömu gömlu klisjurnar - veljum eftir hæfni en hæfni er eins og strákarnir gera - ekki stelpurnar... sem eru samt frábærar og yndislegar og hæfar - bara ekki.... hvað???!

Annars var þetta Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar sem ég vitnaði í í blogginu.