mánudagur, september 12, 2005

Mogginn eða Fréttablaðið?

Þoli ekki þessar endalausu súlustaða og veiðiperra auglýsingar í smáauglýsingum Fréttablaðsins. Er alvarlega að íhuga að gerast áskrifandi að Morgunblaðinu og segja upp fría Fréttablaðinu bara til að losna við þessa eilífu áminningu um að konur eru söluvara! Það er ekki gaman að byrja daginn á því að lesa um að komin sé ný sending af konum.

Búin að komast að því að Mogginn er með stefnu um að birta ekki auglýsingar frá súlustöðunum :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

auglýsingin með konunni í veiðivestinu einum fata á grjótinu út í miðri á er líka komin í Mogga. Svona auglýsing þar sem ég fæ aumingjahroll yfir þeim sem auglýsa svona og þeim sem þessar auglýsingar virka á (sem ekki geta verið margir).

kv. Gísli Hrafn

Nafnlaus sagði...

Jæja - þá er kannski óþarfi fyrir mig að spandera 2.700 kr á mánuði í Moggann!

Þekki engan sem er hrifin/n af þessari auglýsingu.