fimmtudagur, janúar 18, 2007

Alltaf í boltanum

Halla Gunnars hélt blaðamannafund í morgun þar sem hún tilkynnti um framboð sitt til formanns KSÍ. Þetta er algjör snilld og Halla er auðvitað hinn fullkomni kandídat í jobbið! :)

Nú mun án efa margt breytast í boltanum!!!

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú er bara spurning hver hefur sigur að lokum. Vona að það verði Jafet Ólafsson ef ég tala fyrir mig.

Ég giska amk á hér að það verði ekki þessa eflaust ágæta kona.

Nafnlaus sagði...

Vona bara hæfasti umsækjandinn verði valinn burt séð frá því hvernig kynfæri hann er með.

Nafnlaus sagði...

Áfram Halla!
Fótbolta fyrir alla!

Get ekki hætt að brosa ég er svo ánægð með hana Höllu.

katrín anna sagði...

KSÍ er auðvitað karlaveldi dauðans - en Halla er hæfasti umsækjandinn og sú eina sem á möguleika að færa KSÍ nær nútímanum!

Nafnlaus sagði...

Kæra Katrín,

á hverju byggirðu það að Halla sé hæfust í þetta starf ? er það byggt á því að hún sé kvenkyns ?

katrín anna sagði...

Nei. Ég er búin að þekkja Höllu í nokkur ár og hef unnið með henni að nokkrum verkefnum. Hún er mikil hugsjónarmanneskja, ákveðin og klár. Hún er einnig mikil fótboltastelpa, hefur æft, spilað og þjálfað. Eitt af því sem FIFA og KSÍ segja er að fótbolti geti byggt brýr á milli samfélagi, stuðlað að auknu umburðarlyndi og sameinað ólíka hópa. Man ekki nákvæmlega orðalagið - en þar kemur mjög sterkt fram að fótbolti á að vera fyrir alla. Halla er með proven track record í að láta þetta rætast. Hún kom meðal annars á fótboltaaðstöðu fyrir börn í Rúmeníu sem ekki fengu að spila með börnum í öðrum hverfum - og þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Hún er miklu nær því hugtaki að fótbolti sé fyrir alla heldur en meðframbjóðendur hennar.

Geir var t.d. í þeim hópi sem vildi ekkert gera út af vændi og mansali í tengslum við HM í Þýskalandi. Þar komu fram mjög skýr skilaboð frá bæði FIFA og KSÍ að fótbolti væri fyrir kallana og það kæmi þeim hreint ekki við þó verstu hugsanlegu mannréttindabrot á konum væru framin í tengslum við HM. Ég treysti því Geir alls ekki til að stuðla að fótbolta fyrir alla. Í hans stjórnartíð hafa komið upp mörg mál þar sem brotið er á konum - HM eitt dæmi, verðlaunafé annað og síðan dagpeningar og greiðslur til kvenna og karla. Hann hefur framfylgt þeirri stefnu sem Eggert gaf út að setja fjölmiðlabann á alla umræðu um HM og misrétti í launamálum. Hér á svo að heita að hér ríki lýðræði - samt komast forsvarsmenn stærstu íþróttahreyfingar landsins upp með að segjast bara ekki ætla að tala um gróf mannréttindabrot á konum (mansal) og misrétti í launum hjá þeim. Út af þessu tel ég Geir ekki rétta kandídatinn í jobbið.

Ég þekki ekki eins vel til Jafets - en tel enga ástæðu til að kjósa hann bara af því að hann er hvítur, gagnkynhneigður, miðaldra karlmaður, eins og þeir sem á undan honum hafa verið. Hann var á ráðstefnu í síðustu viku þar sem umræðuefnið var konur í stjórnum og hann sló ekki í gegn þar.

Halla er í mínum huga langhæfasti kandídatinn í jobbið. Ekki vegna þess að hún er kona heldur vegna þess að hún er með allar réttu hugsjónarinar og eldmóðinn til að koma þeim í framkvæmd. Það að hún er kona spillir síður en svo fyrir - og er partur af því sem gerir hana að hæfum kandídat. KSÍ er karlaveldi og fátt betra til að kippa þeim inn í nútímann heldur en að kjósa konu sem hefur vit og skilning á jafnréttismálum í forystu.

katrín anna sagði...

ps. hér er slóð á Ísland í dag í gær þar sem Halla var viðmælandi - í sérstöku uppáhaldi er svarið um hvort KSÍ væri bara fyrir einhverja miðju eða hvort það væri fyrir alla! Umhugsunarefni fyrir þá sem eru að fara að kjósa ;)

http://veftivi.visir.is/veftivi/metafile.asx?treeId=2003&progId=29000&itemId=25431&bw=900

Nafnlaus sagði...

Þú talar þarna um ábyrgð Eggerts í tengslum við vændi á HM. En það var fleirra. Eggert sendi ekki kvörtun þrátt fyrir að í tengslum við HM hafi verið flutt inn ógrinni áfengis þó svo að bruggverksmiðjur landsins hafi stóraukið framleiðni fyrir HM. Eggert mótmælti ekki þó fréttir þess efnis um að mikið magn fíkniefna streymdu til landsins í tengslum við aukinn mannfjólda. Þar með lagði Eggert blessun sýna yfir fíkniefni í nafni knattspyrnunnar. Eggert mótmælti ekki þó lögreglan í þýskalandi hafi farið í vígbúnaðarkapphlaup og keypt þúsundir kylfa og fleirri lítra táragass. Þannig að Eggert sá ekkert athugavert við það að tengja vopnainnflutning við fótboltann. Eggert mótmælti heldur ekki þegar fréttir bárust af því að lögreglan hafi sýnt nokkrum blökkumönnum sem voru stuðningsmenn sinnar þjóðar óþarfa ofbeldi og þar með lagði Eggert blessun sýna yfir kynþáttahatur og ofbeldi í einum hnykk.

Það er því óhætt að segja að Eggert hafi verið talsmaður alls hins vonda í fótboltanum.

katrín anna sagði...

Jamm - source of all evil... en - var hann beðinn um að gefa frá sér yfirlýsingu um þessi mál? Var hann spurður en neitaði að svara? Lýsti hann því yfir að hann myndi ekki tjá sig um þessi mál í fjölmiðlum? Hélt ekki...

Nafnlaus sagði...

Hefði hann svarað þessu með vændið hefði hann neyðst til að gefa frá sér yfirlýsingu um allt sem miður fór. Því þá hefði hann verið að láta sig mál sem ekki tengjast knattspyrnunni beint varða. Hann hefði þurft að senda út yfirlýsingu um allt sem ég taldi upp til að virka ekki sem hræsnari. Þannig að hann þurfti að gera upp við sig að annaðhvort fara í saumana á öllu sem betur hefði mátt fara og skrifa yfirlýsingu um það allt. Í það hefði farið gífurleg vinna sem yrði til þess að önnur mál sem tengdust KSÍ betur sætu á hakanum.

Ég var sáttur við að Eggert skuli hafa litið á HM sem knattspyrnuviðburð engöngu. Ef hann hefði þurft að fara gagnrýna allt sem miður fór utanvallar hefði ég ekki verið sáttur við forustu KSÍ.

katrín anna sagði...

Þetta stenst ekki - hann var spurður út í vændið. Varla hefði verið erfitt fyrir manninn að svara því til hvað honum þykir í lagi og hvað ekki? ÍSÍ stóð sig miklu betur og sendi frá sér yfirlýsingu. Hitt gengur svo ekki upp að með því að segja eitt þá sé um leið verið að gefa skít í mörg óskyld mál. Það er ekki hægt að tala um allt í sömu setningu... Ástæðan fyrir því að Eggert og KSÍ þögðu um vændið og mansalið var ekki af því að þá hefðu þeir þurft að svara fjölmörgum öðrum málum sem þeir höfðu ekki tíma til. Vændið og mansalið sem þreifst í kringum HM var alls ekki óskylt því sem gerðist innan vallar - eða í áhorfendastúkunum.

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki talað um að vændið sé óskylt HM. Það er hinsvegar óbein tenging við HM. Vændið fór ekki fram inná vellinum eða í áhorfendastæðunum. Þess vegna segji ég að þetta hafi ekki farið fram inná vellinum. Vændið fór hinsvegar fram utanvallar og tengist HM á þann hátt að áhangendur fótboltans voru kaupendurnir í mörgum tilfellum. Þannig að málin eru vissulega skyld en það leikur enginn vafi á að vændið fór ekki fram á vellinum.

Hefði Eggert mótmælt vændinu hefði ég getað gert mér það að leik að spyrja hann að öllu sem miður fór í kringum keppnina. Ef hann hefði ekki svarað eitthverju en hefði svarað vændinu væri hann í raun að leggja samþyggi við því sem ég spurði hann um. Hann hefur því ákveðið að svara engu um það sem fram fór utanvallar, gott eða slæmt, sammála eða ósammála, til að þurfa ekki að svara öllu. Aukin áfengis og fíkniefnaneysla meðan HM stóð er að sjálfsögðu með sömu tengingu og vændið. Aukið harðræði lögreglunar á meðan HM stóð tengist einnig á sama hátt og svo mætti lengi telja.

katrín anna sagði...

Og varla telurðu gott að Eggert hafi ekki skoðun á þessum málum? Sér í lagi þegar það er haft í huga að fótbolti er kynntur sem eitthvað sem er hollt fyrir sál og líkama.

Annars finnst mér þetta vera fyrirsláttur að segja að hann verði að hafa skoðun á öllum heimsins málum frá a-ö ef að hann svarar einni spurningu. ;) Er ekki nóg að taka bara það málefni sem verið er að ræða fyrir og fjalla um það?

Nafnlaus sagði...

Ef að Eggert hefði verið ynntur eftir svörum við einhverju af því sem ég taldi upp og hann myndi svara því en neita að svara spurningunni um vændið, hefðir þú ekki túlkað það sem svo að hann væri að verja vændið þarna með óyggjandi hætti?

En eins og þú segir þarf forusta KSÍ ekki að hafa skoðun á öllu sem gerist í heiminum. Þó svo að Eggert vilji ekki gagnrýna þetta þýðir það að hann hafi ekki viljað tengja þetta saman. Vændi er ekki hluti af knattspyrnuhreyfingunni svo ég viti. Ég neita að trúa því að Fifa hafi verið að tryggja stuðningsmönnum liðanna kynlíf gegn greiðslu á meðan HM stóð. Þannig að þetta hefur ekkert með knattspyrnu per se. að gera. Utanaðkomandi aðilar notfærðu sér lög landsins og mannmergð sér til gróðaöflunar. En að fótboltinn sem slíkur hafi eitthvað með þetta að gera finnst mér fráleitt. KSÍ á að hafa skoðun á fótbolta en ekkert endilega því sem gerist ótengt fótbolta.

Mér finnst engin rök fylgja því að þetta er tengt fótbolta. Ef jafn gríðarlega stór hópur karlmanna myndi flykkjast til landsins vegna handbolta, brids eða einhvers annars viðburðar tel ég að það sama myndi gerast. Þannig að eins og ég segji held ég að þetta hafi gerst vegna mannfjöldans ekki vegna fótboltans. Vændið er því samfélagsvandamál þarna en ekki knattspyrnuvandamál.

Nafnlaus sagði...

Þó að Eggert hafi haft persónulega skoðun á vændi í kringum HM þá hefur það ekkert með stöðu hans hjá KSÍ að gera og á ekki að skifta sér af því hvað skeður utan vallar. Er alveg sammála Manuel um þessi mál.
Ég sé ekkert augljóst að Halla sé eitthvað hæfari en aðrir þó ég persónulega stiðji hana í embættið. ÍSÍ er illa rekið af rasisma og eigingirni og þarf að hrista upp í mestum hlutum þess.
En það að kvennalandsliði sé minna launað er hægt að skilja þar sem það er karlalandsliðið sem að er að afla lang mestum tekjunum hjá KSÍ en ekki kvennaliðið. EN mér finnst samt að þar sem að stelpurnar eru betri en strákarnir sé ekkert því til fyrirstöðu að þær eigi að fá jafn mikið borgað.