mánudagur, janúar 08, 2007

Sko - fitan er ekki óvinurinn...

RUV
Síðast uppfært: 08.01.2007 16:08
Nýmjólk minna fitandi en léttmjólk
Konur sem vilja halda sér grönnum ættu að borða feita osta ef marka má niðurstöður sænskrar rannsóknar. Feitir ostar og nýmjólk eru minna fitandi en fituskertar mjólkurafurðir. Mest fitandi er þó að borða ekki osta og mjólk.
Þetta sýnir ný rannsókn frá Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Rannsóknin nær til kvenna sem ýmist hafa drukkið mjólk og borðað osta árum saman eða sleppt því. Niðurstaðan var sú að konur sem daglega drukku eitt glas af nýmjólk fitnuðu 15% minna á sama fæði en konur sem slepptu mjólkinni. Feitu ostarnir voru enn betri því konur sem borðuðu daglegan skammt af feitum osti, léttust eða þyngdust 30% minna en þær sem ekki gerðu það.
Alisjia Wolk, prófessor við Karolínsku stofnunina, segir við norska blaðið Aftenposten að niðurstaðan hafi komið á óvart en hún sé byggð á 20 ára rannsóknum og kortlagningu á neysluvenjum nærri 20.000 kvenna allt frá árinu 1987. Prófessorinn segir liggja beint við að álykta svo að efnasamsetning mjólkurafurða sé ástæðan og samspil kalsíum og annarra grunnefna í mjólk og ostum.


*******
Verst finnst mér að undanfarið höfum við skötuhjúin keypt nýmjólk í staðinn fyrir léttmjólk út í kaffið... nú finnst mér eiginlega að ég þurfi alltaf að kaupa léttmjólk svo fólk haldi ekki að ég sé í megrun! Ástæðan fyrir því að ég hef frekar viljað nýmjólk undanfarið er eftir að hafa lesið að börn undir 5 ára aldri eigi bara að fá nýmjólk vegna þess að um leið og mjólkin er fituskert eru vítamínin tekin í burtu. Þar sem mjólkurneysla hér á bæ er í lágmarki er fínt að fá vítamínin með!

1 ummæli:

kókó sagði...

Og ég sem hef mjólkuróþol - hvers á ég að gjalda?
Hef reyndar ekki getað látið ostana í friði hingaðtil en hef nú verið í 2 mán. mjólkurvörubindindi - og reyndar lést um nokkur kíló þó ég borði feitan lax, feita kæfu osfr. svo það stemmir við þessa rannsókn, þarf e.t.v. ekki að vera feit mjólk.